Túlkaþjónusta

  VELKOMIN!

Sem sérhæfður túlkur á heilbrigðissviði létti ég undir álagi á heilbrigðisstofnunum með því að aðstoða erlenda sjúklinga og aðstandendur þeirra.

Ég þjónusta bæði heilbrigðisstarfsfólk og sjúklinga með því að

- túlka öll samskipti milli sjúklinga og heilbrigðisfagfólks;

- sjá um pappírsvinnuna vegna sjúklinga, útvega gistiaðstöðu fyrir aðstandenda og ferja farangurinn;

- annast aðstandendur og veita þeim áfallahjálp, býð m.a. upp á slökun og hagnýtar upplýsingar.


Hægt er að hafa samband allan sólarhringinn og panta mig í persónu, fyrir símtúlkun eða fjarfund á netinu.

Nánari upplýsingar um mig eru að finna hér fyrir neðan.


UM MIG


Elena heiti ég og hef verið búsett á Íslandi síðan 1999. Einnig hef ég verið viðriðin heilbrigðisþjónustu og túlkun síðan 2005.


Tungumálaáhugi minn kviknaði snemma á skólaárunum, sem leiddu eftir hefðbundið ensku- og frönskunám til þess að ég sótti eftir að sitja kennslustundir í sænsku og íslensku á háskólastigi, áður en ég var komin með stúdentspróf. Auk þess kom fljótlega í ljós, að ég fann mig í störfum

og aðstæðum, þar sem næmni á líðan annara ásamt sálfélagslegrar ráðgjafar var þörf.


Ég lauk háskólanámi í Þýskalandi með meistarapróf í Norrænum fræðum ásamt Guðfræði sem aukagrein, þar sem ég lagði áherslu á sálgæslu fyrir alla aldurshópa og samtalstækni.


Eftir ýmis afleysinga- og sumarstörf á hjúkrunarheimilum og spítaladeildum lét ég á það reyna að þreyta samkeppnispróf í hjúkrunarfræði á Akureyri. Ég fékk að halda áfram, en sá fram á að ég gæti ómögulega samþætt fullt nám með fjórum krefjandi börnum mínum, þannig að ég ákvað að kveðja háskólann eftir að hafa klárað tæplega 80e. 


Að túlka á spítala fyrir erlenda skjólstæðinga samþættir áhuga minn á tungumálum, samskiptum og hjúkrun og er ánægjulegasta og mest gefandi starfið sem ég gæti hugsað mér.

MEÐMÆLI


"Ég ætla að hrósa og þakka Elenu Teuffer af öllu hjarta, sem var þýskumælandi aðstoðarkona okkar. Frá því að við hittumst fyrst á spítalanum þangað til að við vorum sótt með sjúkraflugi var hún til staðar fyrir okkur, allan sólarhringinn.

Hún sá ekki einungis um að finna hótelherbergi fyrir mig [Danielu] eða túlka fyrir okkur Uwe læknaviðtöl, samskipti á deildinni og við rannsóknir, heldur var hún ávallt til taks fyrir okkur. Með elskulegu viðmóti sínu og gagnreyndri fagþekkingu gat hún útskýrt fyrir okkur atriði og svarað spurningum á skiljanlegan máta. Hvenær sem við þyrftum á henni að halda var hún til staðar. Jafnvel á WhatsApp með videófjarfundum.

Við erum þeirra skoðunnar, að þessháttar alhliða umönnun er ekki sjálfsagt og viljum þess vegna koma þessu sérstaklega á framfæri.

Við fengum samanburð, þegar spítalinn pantaði annan túlk, þegar Elena veiktist skyndilega og vildi ekki smita okkur.

Þessi túlkur var því miður ekki faglega hæfur, gat ekki, eða ekki rétt túlkað læknisfræðilegu hugtökin, og lítið hjálp var fólgin í honum.

Elena er á þessum tíma [á meðum við dvöldum á LSH] orðin að mjög mikilvægri persónu."


D.G. und K-U. W., Berlín, Þýskaland